Enginn ók bílnum

Þrír voru tekn­ir fyr­ir akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna á höfuðborg­ar­svæðinu í nótt. Tveir þeirra, pilt­ar á 17. og 18. ári, voru tekn­ir á Ný­býla­vegi í Kópa­vogi og við nán­ari at­hug­un reynd­ust þeir líka vera ölvaðir.

Ann­ar þeirra tók til fót­anna og reyndi að stinga lög­reglu af, en hafði ekki er­indi sem erfiði, því lög­regla hljóp hann strax uppi. Pilt­arn­ir neituðu staðfast­lega að hafa ekið bíln­um og neituðu að segja lög­reglu hvor þeirra hefði setið und­ir stýri og var helst á þeim að skilja að bíll­inn hefði ekið af sjálfs­dáðum.

Þeir gistu fanga­geymsl­ur í nótt og verða yf­ir­heyrðir síðar í dag þegar þeir verða orðnir alls­gáðir.

Einnig var karl­maður tek­inn fyr­ir fíkni­efna­akst­ur í miðborg Reykja­vík­ur.

Að auki var kona um þrítugt tek­in grunuð um ölv­unar­akst­ur í miðborg­inni. Blóðprufa sem tek­in var úr kon­unni staðfesti þenn­an grun lög­reglu og síðan kom í ljós að hún var án öku­rétt­inda, en skír­teini henn­ar hafði runnið út fyr­ir um ára­tug síðan.

Meðal annarra verk­efna lög­regl­unn­ar í nótt voru fjög­ur inn­brot, tvö þeirra voru í fyr­ir­tæki og tvö á heim­ili. Þjófa­varn­ar­kerfi fór í gang í þrem­ur til­vik­anna, en í fjórða til­vik­inu urðu íbú­ar var­ir við manna­ferðir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert