Forval auglýst vegna Gæsluþyrlu

Gæsluþyrla og varðskip á æfingu á sundunum.
Gæsluþyrla og varðskip á æfingu á sundunum. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkiskaup hafa auglýst forval á björgunarþyrlu, en áætlað er að þyrlan verði afhent árið 2018. Í auglýsingunni kemur fram að hugsanlega verði bætt við tveimur öðrum þyrlum síðar.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að ákveðið hafi verið að halda áfram samstarfi við Norðmenn í þyrlumálum, en afhendingu hafi verið seinkað.

Í nóvember 2007 var stofnað til samstarfs við Norðmenn um áætlun um kaup á björgunarþyrlum. Þar var gert ráð fyrir að Ísland keypti þrjár þyrlur. Eftir hrun var ákveðið að endurmeta samstarfið við Norðmenn. Ögmundur segir að ákveðið hafi verið að halda samstarfinu áfram, en fyrirhugað er að þyrlan verði afhent 2018 en ekki 2016 eins og upphaflega var gert ráð fyrir.

Þeim möguleika er haldið opnum að keyptar verði tvær þyrlur til viðbótar, en ákveðið verður síðar hvort kauprétturinn verður nýttur. Áætlað er að hver þyrla kosti um sex milljarða króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert