Harma ummæli um Pál

Páll Magnússon.
Páll Magnússon.

Allir bæjarfulltrúar Kópavogsbæjar skrifa undir bókun ásamt bæjarstjóra þar sem hörmuð er sú umræða sem átti sér stað í kjölfar ráðningar Páls Magnússonar í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins. Jafnframt var samþykkt einróma að hann gegni áfram starfi bæjarritara í Kópavogi.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma á fundi sínum síðdegis í gær erindi frá Páli Magnússyni þar sem hann óskar eftir að draga uppsögn sína á starfi bæjarritara, frá 30. september, til baka.

 Jafnframt var lögð fram sameiginleg bókun af öllum bæjarfulltrúum ásamt bæjarstjóra þar sem hörmuð er sú umræða sem átti sér stað í kjölfar ráðningar Páls Magnússonar í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins. Þar hefði persóna hans og störf verið dregin fram og því snúið á versta veg. „Bæjarstjórn ber traust til starfsmanns síns og veit að hann mun starfa fyrir bæjarfélagið af heilindum hér eftir sem hingað til.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert