Óvíst með verðlaunafé Michelsen

Hluti af þýfinu var sýndur á lögreglustöðinni.
Hluti af þýfinu var sýndur á lögreglustöðinni. mbl.is/Júlíus

„Ekki við alla­vega,“ sagði Jón H.B. Snorra­son aðstoðarlög­reglu­stjóri aðspurður hvort ein­hver fengi nú eina millj­ón króna í verðlauna­fé, sem Frank Michel­sen úr­smiður hét þeim sem gefið gæti vís­bend­ing­ar til að upp­lýsa ránið. Fram kom á blaðamanna­fund­in­um í dag að margt hefði spilað inn í til að upp­lýsa málið og lög­regla teldi erfitt að leggja mat á það hvort ein­hver einn hefði gefið nógu hald­góðar ábend­ing­ar til að fá millj­ón­ina frá Michel­sen.

Þeir Jón og Hörður Jó­hann­es­son aðstoðarlög­reglu­stjóri, sem greindu frá mála­vöxt­um í dag, sögðu að fjöl­marg­ar ábend­ing­ar hefðu borist eft­ir að mynd úr ör­ygg­is­mynda­vél var birt af manni með bak­poka sem rétti­lega var tal­inn tengj­ast rán­inu. Ekk­ert eitt hefði ráðið úr­slit­um við að leysa málið. „Það er óljóst hvað af því ná­kvæm­lega skipti máli, í raun skipti allt máli og þá fyrst og fremst elj­an og dugnaður­inn í mann­skapn­um hér í öll­um deild­um sem vann  sam­an. Við vild­um fyrst ekki segja frá því hvað er að ger­ast til að spilla ekki rann­sókn­inni, en þetta gekk allt upp núna eft­ir há­degi og þá var eng­in ástæða til að bíða leng­ur."

Menn­irn­ir fjór­ir sem grunaðir eru um ránið eru á fer­tugs­aldri og sem fyrr seg­ir all­ir pólsk­ir rík­is­borg­ar­ar. Maður­inn sem náðist á mynd er einn þeirra þriggja sem fóru af landi brott strax eft­ir ránið.

Menn­irn­ir komu ekki all­ir sam­an hingað til lands, þrír komu sam­an en sá fjórði kom stak­ur.  Hafði hann að talið er það hlut­verk að koma ráns­fengn­um úr landi þegar um hægðist. „Við erum með nöfn­in á þeim öll­um og erum smátt og smátt að fá mynd af þeim,“ sagði Hörður. Aðspurður sagðist hann ekki geta upp­lýst hvort þeir ættu lang­an glæpa­fer­il að baki eða væru á skrá hjá In­terpol.

Þessi maður sem lögregla birti myndir af er einn þeirra …
Þessi maður sem lög­regla birti mynd­ir af er einn þeirra þriggja sem yf­ir­gaf landið strax eft­ir ránið í versl­un Michel­sen. Hann er nú eft­ir­lýst­ur.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert