Tímafrekt að fá gögnin

Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn ráku dótturfélög í Lúxemborg. Ekki var …
Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn ráku dótturfélög í Lúxemborg. Ekki var alltaf greiddur skattur af peningum sem félögin geymdu.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir tímafrekt að afla málsgagna í Lúxemborg, en þau hafi á endanum skilað sér til landsins. Áður en gögnin voru send úr landi þurfti Hæstiréttur Lúxemborgar að afgreiða tæplega 20 kærur frá málsaðilum sem mótmæltu afhendingu gagnanna.

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði í Morgunblaðinu í gær að þræðir margra mála lægju í gegnum dótturfélög íslensku bankanna í Lúxemborg og erfitt hefði verið að fá upplýsingar þaðan vegna laga sem þar gilda.

Ólafur Þór tók undir að mikilvægt væri að fá upplýsingar frá Lúxemborg. Að frumkvæði sérstaks saksóknara var farið í tvær húsleitir í Lúxemborg. „Það gefur vísbendingar um að við höfum talið að þar væri gögn að finna sem skiptu máli vegna okkar rannsókna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert