Traust til stjórnarandstöðunnar minnkar

Lögreglan nýtur mests trausts meðal stofnana sem spurt var um …
Lögreglan nýtur mests trausts meðal stofnana sem spurt var um í könnun MMR mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Traust til allra stofnana sem mældar eru í nýrri könnun MMR eykst nema til stjórnarandstöðunnar. Lögreglan nýtur áfram yfirgnæfandi trausts og traust til Landsvirkjunar og Ríkisútvarpsins eykst nokkuð. Traust til stjórnarandstöðunnar minnkar og mælist nú minna en traust til ríkisstjórnarinnar. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR á trausti almennings til helstu stofnana samfélagsins.

Af þeim sem tóku afstöðu til spurninganna sögðust 13,6% bera traust til stjórnarandstöðunnar samanborið við 17,8% í október 2010. Á hinn bóginn fjölgaði í hópi þeirra sem sögðust treysta ríkisstjórninni eða 14,1% samanborið við 10,9% í október í fyrra. Hins vegar hafa 66,3% litla trú á ríkisstjórninni á meðan 55,1% hefur litla trú á stjórnarandstöðunni

Sem fyrr nýtur lögreglan mest trausts en 81,3% bera mikið traust til hennar. 34,25 bera mikið traust til Landsvirkjunar en í október í fyrra báru 24,7% mikið traust til Landsvirkjunar, samkvæmt könnun MMR. Er þetta aukning um 39% á milli ára. Traust til Landsvirkjunar nálgast það traust sem fyrirtækið naut í desember 2008 og skipar sér þar með á bekk fárra stofnana sem njóta mikils trausts hjá fleirum en segjast bera lítið traust til þeirra.

Traust til ríkisútvarpsins er nú 59,7% en var 52,1% á sama tíma í fyrra. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nýtur nú trausts 11,9% aðspurðra en AGS naut trausts 6,8% í fyrra.

Lítið traust til bankakerfisins

Þá fjölgar þeim einnig sem sögðust bera mikið traust til Háskólans í Reykjavík, var 48,9% fyrir ári síðan en er nú 52,9%.

Alls hafa 48,8% litla trú á Evrópusambandinu á meðan 18,6% hafa mikla trú á sambandinu. Alþingi nýtur mikils trausts meðal 10,6% aðspurðra á meðan 62,8% hafa litla trú á löggjafarþinginu.

Bankakerfið nýtur minnst trausts eða 5,9% á meðan 75,1% hefur litla trú á bankakerfinu.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert