„Viljum fá að sjá gögnin“

Nýjar höfuðstöðvar Iceland Express
Nýjar höfuðstöðvar Iceland Express

„Við ætlum að byrja á að fá að sjá gögnin sem vitnað er í á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Við viljum gjarnan fá að sjá hvað stendur í þeim og um hvað málið snýst. Eftir að við höfum kynnt okkur þau, þá ákveðum við hvaða skref verða tekin næst,“ segir Jóhannes Árnason, lögmaður Matthíasar Imsland, fyrrum forstjóra Iceland Express, í samtali við mbl.is.

Iceland Express sakar Matthías um að hafa fegrað bókhald fyrirtækisins og að hann hyggist nýta sér þær trúnaðarupplýsingar sem hann býr yfir við stofnun og rekstur nýs flugfélags. Félagið krefst lögbannskröfu á að Matthías nýti sér þessar upplýsingar.

Jóhannes segir að þessar ásakanir hafi komið sér verulega á óvart og eftir að þau gögn, sem um ræðir hafi verið skoðuð verði skoðað hvort ástæða sé til að höfða mál á hendur Iceland Express vegna meiðyrða. „En við höfum núna farið fram á að Sýslumaðurinn í Reykjavík hafni þessari lögbannskröfu.“

Að sögn Jóhannesar er Matthías nú staddur erlendis og hyggst ekki tjá sig frekar að svo komnu máli.

Matthías Imsland.
Matthías Imsland. mbl.is/G.Rúnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert