Virkjuðu viðbúnað í samræmi við flugslysaáætlun

Isavia, sem annast rekstur allra flugvalla á landinu, segir að flugturninn á Reykjavíkurflugvelli hafi virkjað viðbúnað í samræmi við flugslysaáætlun flugvallarins, þegar flugmaður tilkynnti um vélarbilun í morgun. Vélin lenti svo heilu og höldnu um kl. 9.

„Björgunar- og slökkviþjónusta Reykjavíkurflugvallar (Isavia) bregst við en öðrum viðbragsaðilum er jafnframt gert viðvart í gegn um neyðarlínu. Það ræðst síðan af eðli hættuástands hversu umfangsmikill viðbúnaður og viðbragðið er í framkvæmd,“ segir í tilkynningu frá Isavia, þar sem viðbúnaður vegna óvissu- eða hættuástands vegna flugvélar á Reykjavíkurvelli er útskýrður.

Fylgst með flugvél.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert