Wolf segir krónuna reynast vel

Martin Wolf
Martin Wolf

Mart­in Wolf, aðal­hag­fræðing­ur Fin­ancial Times í Bretlandi og af mörg­um tal­inn áhrifa­mesti blaðamaður heims á sviði efna­hags­mála, seg­ist ekki sjá neitt að því að Íslend­ing­ar haldi fast í krón­una, ,,minnsta gjald­miðil í heimi". Hún hafi reynst þeim ágæt­lega.

Wolf stýrði í umræðum á fundi VÍB, eign­a­stýr­ingaþjón­ustu Íslands­banka, í kvöld og sagðist  ekki sjá kost­ina fyr­ir Íslend­inga við aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, þar myndu þeir ekki hafa nein áhrif og gætu þurft að af­sala sér stjórn á mik­il­væg­um auðlind­um. ,,Ég verð að spyrja ykk­ur sem viljið þetta, hafið þið ekk­ert fylgst með því sem er að ger­ast núna í sam­band­inu?" spurði hann og upp­skar hlát­ur.

 Hann sagði menn ekki mega gleyma því að ef þeir tækju upp ann­an gjald­eyri yrðu þeir að hlíta því að gengið sveiflaðist ekki endi­lega eins og þeim hentaði. Sam­fé­lagið yrði að hafa geysi­mik­inn sveigj­an­leika til að bera, þegar kreppti að heima fyr­ir af ein­hverj­um ástæðum gæti eina lausn­in verið að lækka laun­in.

Aðrir sem voru í pall­borði voru Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, Katrín Ólafs­dótt­ir, lektor í Há­skól­an­um í Reykja­vík og Heiðar Már Guðjóns­son, fjár­fest­ir.

Frá fundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, í kvöld.
Frá fundi VÍB, eign­a­stýr­ingaþjón­ustu Íslands­banka, í kvöld.
Frá fundi VÍB í kvöld. Auk Wolf sátu (f.v.) Heiðar …
Frá fundi VÍB í kvöld. Auk Wolf sátu (f.v.) Heiðar Már Guðjóns­son, Katrín Ólafs­dótt­ir og Vil­hjálm­ur Eg­ils­son í pall­borði.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert