Eignarhald ríkisins óeðlilegt

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. mbl.is/Ernir

Fram kom í erindi Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), að það væri óeðlilegt að íslenska ríkið ætti mikinn meirihluta í bankanum eins og staðan væri í dag. Það fyrirkomulag þýddi að ríkið hefði meðal annars með höndum fjármálaeftirlit og samkeppniseftirlit og væri á sama tíma stærsti eigandi stórrar fjármálastofnunar.

Sagði Steinþór að við þessar aðstæður væri alltaf sú hætta fyrir hendir að stjórnmálamenn misstu sig eins og hann orðaði það og færu að skipta sér með óeðlilegum hætti af rekstri bankans. Sagðist hann ekki vera andvígur því að ríkið ætti í bankanum en að eignarhald þess ætti ekki að vera meira en um 34%. Í ljósi atburða síðustu vikna vissi hann ekki hvenær hann gæti fengið furðuleg bréf frá stjórnmálamönnum.

Þá sagði hann ljóst að allir stóru bankarnir þyrftu að skipta um eignarhald. Núverandi erlendir eigendur bankanna vildu losna undan þeirri eign en vandinn væri að þeir vildu erlendan gjaldeyri í staðinn. Þá væri ljóst að bankarnir þyrftu að komast á erlenda lánamarkaði hið fyrsta. Þá aðallega Arion banki og Íslandsbanki.

Ennfremur kom fram í máli hans að taka þyrfti á ósjálfbærum fjármálafyrirtækjum sem hann sagði að væru enn að bjóða Icesave-kjör á reikningum. Sagði hann að tekið hefði verið af of mikilli linkind til að mynda á Sparisjóði Keflavíkur og Byr að hans mati.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert