Nú stendur yfir ráðstefna í Hörpu þar sem fjölmargir innlendir og erlendir sérfræðingar og fræðimenn munu ræða um samstarf ríkisstjórnarinnar við AGS. Jón Daníelsson hagfræðingur við London School of Economics er einn þeirra. Hann segir að þó tekist hafi að bjarga þjóðinni frá gjaldþroti hafi verið gerð mörg mistök við endurreisn efnahagslífsins hér á landi.