Eykur álag á deildir spítalans

mbl.is/Eggert

Stjórn fagdeildar krabbameinshjúkrunarfræðinga lýsir yfir áhyggjum af því að gerðar séu svo miklar kröfur til niðurskurðar á Landspítala að stjórnendur sjái sig nauðbeygða til að fækka legurýmum fyrir sjúklinga sem þurfa á líknarmeðferð að halda. 

Þetta kemur fram í ályktun stjórnarinnar, sem er birt á vef Landspítalans.

Segir að hætt sé  við að sjúklingarnir sem um ræði þurfi eftir sem áður á þjónustu Landspítala að halda og muni þá liggja á öðrum deildum spítalans þar sem ekki sé hægt að bjóða upp á sérhæfða líknarmeðferð í sama mæli.

„Það mun auka álag á deildirnar og draga úr möguleikum þeirra til að sinna öðrum sjúklingum sem þurfa á þjónustu spítalans að halda. Fagdeildin skorar á stjórnvöld að endurskoða fjárveitingar til Landspítala svo honum sé gert kleift að sinna þeim sjúklingum sem þurfa á þjónustu hans að halda og aðstandendum þeirra,“ segir í ályktuninni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert