Fækka stöðugildum um 55-65

Niðurskurður á sjúkrahúsinu á Akureyri munu hafa áhrif á störf …
Niðurskurður á sjúkrahúsinu á Akureyri munu hafa áhrif á störf 30-40 manna á næsta ári. mbl.is/Skapti

Fækka þarf stöðugildum við Sjúkrahúsið á Akureyri, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks um 55-65 ef stofnanirnar eiga að ná fram markmiðum fjárlagafrumvarpsins um sparnað á næsta ári. Störfum verður fækkað að hluta til með starfsmannaveltu en ekki verður komist hjá beinum uppsögnum.

Stjórnendur Sjúkrahússins á Akureyri hafa lagt fram tillögur um sparnað en spítalinn þarf að spara 69 milljónir á næsta ári og 100 milljónir vegna halla á þessu ári. Spítalinn miðar við að störfum við sjúkrahúsið fækki um 20-25, en aðgerðirnar koma til með að hafa áhrif á störf 30-40 starfsmanna.

Heilbrigðisstofnun Þingeyinga þarf að skera niður um 71 milljón. Jón Helgi Björnsson, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, segir að þetta þýði að spítalinn þurfi að fækka stöðugildum um 9 sem feli í sér fækkun um 9-13 störf.

Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks þarf að skera niður um 64 milljónir. Hafsteinn Sæmundsson, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, segir að þetta þýði fækkun starfa um 10-13.  Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þarf að spara 73 milljónir á næsta ári sem þýðir fækkun stöðugilda um 15-17.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert