Félagið heitir WOW

Merki WOW Air.
Merki WOW Air.

Nýtt flugfélag í eigu Skúla Mogensen, Matthíasar Imsland og fleiri heitir WOW Air. Á vefsíðu félagsins segir að verið sé að ganga frá „nokkrum frambærilegum áfangastöðum á ansi hreint hagstæðu verði og opnum fyrir bókanir á allra næstu dögum,“ eins og segir á síðunni.

„En við verðum eiginlega að ráða fólk fyrst, velja búningana, raða í sætisvasana og bóna flugvélarnar,“ segir ennfremur.

Á Facebook-síðu WOW er auglýst eftir starfsfólki. Þar segir að þeir þurfi að vera kraftmiklir, skapgóðir og brosmildir „með kappnóg af ævintýraþrá og þjónustulund“.

Meðal starfa sem auglýst eru eru flugþjónustustörf, sem löngum hafa verið afar eftirsótt hér á landi. Tekið er fram að viðkomandi þurfi að vera fæddir 1992 eða fyrr, sem er nokkuð lægra aldurstakmark en hjá öðrum íslenskum flugfélögum.

Þá er auglýst eftir forstöðumanni flugumsjónar, þjónustustjóra og forstöðumönnum tekjustýringar og tölvudeildar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert