Forsætisráðherra fer með rangt mál

Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, segir Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, hafa farið með rangt mál þegar hún tjáði sig um veðsetningar hjá sjávarútvegsfyrirtækjum í sjónvarpsviðtali fyrir skömmu.

LÍÚ hafi ítrekað reynt að fá rökstuðning á fullyrðingu ráðherrans um að hlutfallið væri um 50% vegna óskyldrar starfsemi en Adolf segir það hafa mest verið um 11%.

Hann segir jafnframt að stjórnvöld hunsi útvegsmenn við framtíðarskipulag á auðlindum í sjávarútvegi sem sé undarlegt þar sem Samfylkingin gefi sig út fyrir að stunda samræðustjórnmál. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka