Þrír karlmenn voru handteknir í orlofshúsi í Árnessýslu í nótt grunaðir um ólöglega vörslu og meðferð mikils magns ætlaðs kókaíns. Fjórði maðurinn var síðan handtekinn á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við málið.
Lögreglan á Selfossi naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Mennirnir eru allir erlendir ríkisborgarar. Málið er í rannsókn og af rannsóknarhagsmunum verða frekari upplýsingar ekki veittar fyrr en rannsókn hefur miðað frekar áfram, samkvæmt lögreglunni á Selfossi.