Hollvinasamtök líknardeilda Landspítalans voru stofnuð í gær. Á annað hundrað manns sóttu stofnfundinn. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Formaður samtakanna er Örn Bárður Jónsson sóknarprestur, gjaldkeri er Tryggvi Gíslason, fv. skólameistari, Oddrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri og form. Kvennadeildar RKÍ í Reykjavík, var kjörin ritari en meðstjórnendur eru Helga Guðmundsdóttir, fv. forseti Kvenfélagasambands Íslands, og Helgi Ágústsson, fv. sendiherra.
Ályktun nýrrar stjórnar samþykkt á fundi í dag:
„Stjórn Hollvinasamtaka líknardeilda Landspítalans, Landakoti og Kópavogi, sem stofnuð voru 26. október 2011, skorar á Alþingi Íslendinga að koma í veg fyrir lokun líknardeildarinnar Landakoti og þá skertu þjónustu sem fyrirséð er að lokunin hafi í för með sér.“