Hollvinasamtök líknardeilda stofnuð

Líknardeildin í Kópavogi
Líknardeildin í Kópavogi mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Holl­vina­sam­tök líkn­ar­deilda Land­spít­al­ans voru stofnuð í gær. Á annað hundrað manns sóttu stofn­fund­inn. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Formaður sam­tak­anna er Örn Bárður Jóns­son sókn­ar­prest­ur, gjald­keri er Tryggvi Gísla­son, fv. skóla­meist­ari,  Oddrún Kristjáns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri og form. Kvenna­deild­ar RKÍ í Reykja­vík, var kjör­in rit­ari en meðstjórn­end­ur eru Helga Guðmunds­dótt­ir, fv. for­seti Kven­fé­laga­sam­bands Íslands, og Helgi Ágústs­son, fv. sendi­herra.

Álykt­un nýrr­ar stjórn­ar samþykkt á fundi í dag:

„Stjórn Holl­vina­sam­taka líkn­ar­deilda Land­spít­al­ans, Landa­koti og Kópa­vogi, sem stofnuð voru 26. októ­ber 2011, skor­ar á Alþingi Íslend­inga að koma í veg fyr­ir lok­un líkn­ar­deild­ar­inn­ar Landa­koti og þá skertu þjón­ustu sem fyr­ir­séð er að lok­un­in hafi í för með sér.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert