Meirihluti styrkja vegna VG

Gert er ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar vegna næsta …
Gert er ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar vegna næsta árs að Ísland þiggi IPA-styrki frá Evrópusambandinu til ársins 2015. reuters

Gert er ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar vegna næsta árs að samtals verði tekið við 376 milljónum króna frá Evrópusambandinu vegna umsóknar Íslands um inngöngu í sambandið í svonefnda IPA-styrki í ýmis verkefni á vegum einstakra ráðuneyta.

Ennfremur verði tekið samanlagt við rúmlega einum milljarði króna í þessi verkefni fram til ársins 2015 samkvæmt áætlunum. Eru þá ótaldir fjármunir sem renna frá Evrópusambandinu til þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytisins vegna þýðingar á löggjöf sambandsins yfir á íslensku vegna umsóknar Íslands.

Gert er ráð fyrir því að verkefni á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, sem stýrt er af Katrínu Jakobsdóttur, fái á næsta ári 124 milljónir króna frá Evrópusambandinu í gegnum IPA-styrkjakerfið og samtals 309 milljónir króna til ársins 2015.

Samtals er reiknað með að 468 milljónir króna renni úr IPA-sjóðum Evrópusambandsins til Náttúrufræðistofnunar Íslands sem heyrir undir Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra fram til ársins 2015 og þar af 125 milljónir á næsta ári.

Í umfjöllun um styrkjamálin í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að af fjármunum frá Evrópusambandinu rennur stærstur hlutinn í krónum talið til verkefna sem heyra undir ráðuneyti sem stýrt er af ráðherrum í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og umhverfisráðuneytisins, eða um 2/3 sé miðað við þá styrki sem gert er ráð fyrir á næsta ári en 77,5% sé miðað við heildarupphæðina til ársins 2015.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert