Mótmælt við Hörpu

Mótmælendur eru mættir fyrir utan Hörpu
Mótmælendur eru mættir fyrir utan Hörpu mbl.is/Sigurgeir

Boðað er til mót­mæla fyr­ir utan Hörp­una í há­deg­inu í dag en þar fer fram ráðstefna á veg­um ís­lenskra stjórn­valda og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. Segja skipu­leggj­end­ur að um sé að ræða þriðja í rauðu neyðarkalli og vísa þar til þess að kveikt var á blys­um í tengsl­um við Ices­a­ve-samn­ing­inn. Nú þegar eru ein­hverj­ir mót­mæl­end­ur mætt­ir fyr­ir utan Hörpu.

„Rautt neyðarkall sást fyrst í des­em­ber 2009 niður a Aust­ur­velli meðan á at­kvæðagreiðslu Ices­a­ve II stóð yfir. At­b­urður­inn var svo end­ur­tek­inn stuttu síðar á hlaðinu heima á Bessa­stöðum. Þetta var í janú­ar 2010 en til­efnið var það að Ind­efence-hóp­ur­inn af­henti for­set­an­um und­ir­skrift­arlista varðandi kröf­ur um að vísa ákvörðun um skuld­bind­ingu is­lenska rík­is­ins vegna Ices­a­ve til þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Í há­deg­inu í dag má því segja að sé þriðji í rauðu neyðarkalli. Fólk er hvatt til að fjöl­menna niður við Hörp­una en þar fer fram ráðstefna hald­in í sam­vinnu ís­lenska rík­is­ins og Alþjóðagjald­eyr­is­stjóðins sem sam­kvæmt til­kynn­ingu fjall­ar um fyr­ir­mynd­arár­ang­ur af sam­starfi fyrr­greindra aðila við að ná upp efna­hags­líf­inu án þess að það bitni veru­lega á fé­lags­lega kerf­inu.

Gera má ráð fyr­ir að at­höfn­in hefj­ist kort­er til tutt­ugu mín­út­um yfir tólf þannig að þeir sem eru í hléi frá vinnu á þess­um tíma hafi tíma til að koma sér niður eft­ir og taka þátt," seg­ir í til­kynn­ingu.

Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Hörpu í dag
Boðað hef­ur verið til mót­mæla fyr­ir utan Hörpu í dag mbl.is/​Sig­ur­geir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert