Niðurskurðurinn of mikill

Joseph Stiglitz.
Joseph Stiglitz.

Joseph Stig­litz, pró­fess­or við Col­umb­ia­há­skóla, sagði í ávarpi á ráðstefnu ís­lenskra stjórn­valda og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins í dag, að hann teldi að ekki hafi verið þörf á jafn mikl­um niður­skurði rík­is­út­gjalda og raun­in varð á eft­ir fjár­mála­hrunið. 

Sýnt var mynd­band í upp­hafi ráðstefn­unn­ar þar sem Stig­litz fjallaði um þær aðgerðir, sem gripið var til hér á landi eft­ir hrunið. Sagði hann að það væri opin spurn­ing hvort minni niður­skurður hefði leitt til meiri hag­vaxt­ar og minni fólks­flótta til út­landa.  

Hann sagði, að efna­hags­áætl­un Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins fyr­ir Ísland hefði þó verið mun sveigj­an­legri en slík­ar áætlan­ir hefðu verið áður gagn­vart öðrum ríkj­um. Krafa um niður­skurð hafi ekki verið jafn mik­il og stjórn­völd hefðu fengið svig­rúm við end­ur­reisn­ina. Þetta hafi því allt verið skref í rétta átt.

Þá sagði Stig­litz, að sú stefna ís­lenskra stjórn­valda að gera lán­ar­drottna og hlut­hafa bank­anna ábyrga fyr­ir falli þeirra hafi skipt sköp­um við end­ur­reisn­ina hér á landi.

„Ég held að það sé ekki búið að leysa vanda­mál fjár­mála­kerf­is­ins enn. Það er enn verið að end­ur­skipu­leggja skulda­stöðuna, tveir af stóru bönk­un­um eru í er­lendri eigu; fjár­mála­kerfi landa ganga oft ekki í takt við hags­muni þjóðanna og enn frek­ar ef fjár­mála­stofn­an­ir eru í hönd­um út­lend­inga. Og loks eru laga­leg­ar deil­ur enn óút­kljáðar: Hvað mun ger­ast í mál­um Ices­a­ve? Ég held að Ísland hafi gert rétt í því máli. Það hefði verið rangt að láta næstu kyn­slóðir axla ábyrgð á mis­tök­um annarra fjár­mála­kerfa, í þessu til­felli Breta og Hol­lend­inga, við eft­ir­lit með bönk­un­um."

Hægt er að fylgj­ast með ráðstefn­unni í beinni út­send­ingu á vef Seðlabank­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert