Gervigrasið í Boganum sótthreinsað

Sigfús Ólafur Helgason, formaður og framkvæmdastjóri Þórs, úðar hreinsivökvanum í …
Sigfús Ólafur Helgason, formaður og framkvæmdastjóri Þórs, úðar hreinsivökvanum í Boganum. mbl.is/Skapti

Hafist var handa við að sótthreinsa gervigrasið í íþróttahúsinu Boganum á Akureyri um hádegi. Fyrr á árinu áttuðu menn sig á því að sýkingar sem komu í opin sár barna sem meiddu sig í húsinu mátti rekja til þess að grasið hafði aldrei verið þrifið. Rannsókn Heilbrigðiseftirlitsins leiddi í ljós að mikil sýking var í grasinu.

Sterkt sótthreinsiefni var flutt inn erlendis frá og verða notaðir um 100 lítrar af því. Efninu er blandað saman við vatn og alls verður um 10 þúsund lítrum af þeirri blöndu úðað á grasið, að sögn Sigfúsar Ólafs Helgasonar, formanns og framkvæmdastjóra Þórs.

Vegna þessa verður húsið lokað í dag á morgun, en æfingar hefjast á ný að morgni laugardagsins. „Ég hvet svo alla notendur Bogans til að virða reglur hússins og hætta að hrækja í grasið. Ég bið fólk um að hjálpa okkur við að halda húsinu hreinu,“ sagði Sigfús Ólafur við fréttavef Morgunblaðsins.

mbl.is/Skapti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert