Bankarnir afskrifuðu 10,7 milljarða skuldir hjá sjávarútveginum á árunum 2008-2010. Þetta kemur fram í svari frá efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur alþingismanni um afskriftir af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja.
Svarið byggir á upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Stofnunin vekur athygli á því að upplýsingarnar beri að taka með fyrirvara þar sem bankarnir gefa sér hugsanlega mismunandi forsendur við útreikning á afskriftum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um afskriftir það sem af er þessu ári.