Arion banki sendi inn erindi til fjármálaeftirlitsins sem og ESA, eftirlitsstofnunnar EFTA, vegna skuldaúrræða Landsbankans sem kynnt voru í vor. Í stuttu máli snýst erindið um að endurgreiðsla bankans sé útdeiling á almannafé til viðskiptavina bankans en ekki alls almennings.
Átt er við greiðslu á tugum milljarða til einstaklinga í viðskiptum við bankann, bæði þeirra í greiðslu- og skuldavanda sem og viðskiptavina sem ekki glíma við slíkan vanda.