Evran hefði ekki bjargað

Paul Krugman á ráðstefnunni í Hörpu.
Paul Krugman á ráðstefnunni í Hörpu.

Nó­bels­verðlauna­haf­inn og hag­fræðipró­fess­or­inn Paul Krugman sagði örðugt að sjá hvernig upp­taka evr­unn­ar hefði átt að bjarga ein­hverju í kjöl­far krepp­unn­ar en Íslend­ing­ar hefðu notið sveigj­an­leika krón­unn­ar við að end­ur­reisa ís­lenskt efna­hags­líf.

Krugman var einn ræðumanna á ráðstefnu stjórn­valda og Alþjóðgjald­eyr­is­sjóðins í Hörpu en þar var fjallað um hvaða lær­dóm megi draga af efna­hagskrepp­unni og verk­efn­in framund­an.

Wil­lem Buiter, aðal­hag­fræðing­ur Citigroup, hvet­ur hins veg­ar Íslend­inga til að taka upp evr­una á meðan Mart­in Wolf, aðal­hag­fræðing­ur Fin­ancial Times, tek­ur und­ir með Krugman og hvet­ur Íslend­inga til að hugsa vand­lega um evr­una. „Ef þið farið á evru­svæðið eruð þið að ganga í Þýska­land.“

Joseph Stig­litz, pró­fess­or við Col­umb­ia-há­skóla, kom hins veg­ar inn á niður­skurð stjórn­valda í kjöl­far hruns og taldi hann óþarf­lega mik­inn. Ísland hafi hins veg­ar gert rétt í Ices­a­ve-mál­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert