Hlúð að böngsum

Það er alltaf nóg að gera á bangsaspítalanum. Úr safni.
Það er alltaf nóg að gera á bangsaspítalanum. Úr safni. mbl.is/Kristinn

Öllum börnum á aldrinum 3-6 ára er boðið á opna bangsaspítalann á Barnaspítala Hringsins á morgun í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum.

Á vef Landspítalans kemur fram að bangsaspítalinn verði opinn milli kl. 11og 17 og tekið á móti böngsum við sérmerkta biðstofu beint við inngang barnaspítalans.

Geta börnin komið með veikan bangsa til læknis þar sem fram fer viðtal og skoðun.  Bangsinn er læknaður eftir því sem tök eru á, þ.e. settar á hann umbúðir, plástrað, saumað en annað gert sem geti komið honum aftur til heilsu.

Lýðheilsufélag læknanema starfrækir bangsaspítalann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert