Hvetja til að óvissu sé eytt

Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ og Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ
Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ og Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ mbl.is/Ómar Óskarsson

Aðal­fund­ur LÍÚ skor­ar á stjórn­völd að ganga nú þegar til sam­starfs við út­vegs­menn um framtíðar­skipu­lag fisk­veiðistjórn­un­ar á Íslandi. Mik­il­vægt sé að festa kom­ist á varðandi starfs­skil­yrði sjáv­ar­út­vegs­ins í stað þeirr­ar óvissu sem nú ríki.

„Til að há­marka afrakst­ur þjóðar­inn­ar af nýt­ingu fiski­stofn­anna verður að tryggja þá lang­tíma­hugs­un sem hef­ur skilað ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi í fremstu röð. Það verður best gert með því að byggja stjórn fisk­veiða áfram á afla­marks­kerf­inu,“ seg­ir í álykt­un fund­ar­ins.

Útvegs­menn gagn­rýna einnig vinnu­brögð sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyt­is­ins. Þeir segja að vinnu­brögðin séu ófag­leg og ekki sé haft sam­ráð við út­gáfu reglu­gerða.   „Reglu­gerðir eru oft sett­ar með of stutt­um fyr­ir­vara, óskýr­ar og án sam­ráðs við þá sem þurfa að vinna eft­ir þeim. Vinnu­brögðin valda  mikl­um kostnaði, óhagræði og í verstu til­vik­um eru ákvæði reglu­gerðanna ófram­kvæm­an­leg.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert