Hvetja til að óvissu sé eytt

Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ og Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ
Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ og Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ mbl.is/Ómar Óskarsson

Aðalfundur LÍÚ skorar á stjórnvöld að ganga nú þegar til samstarfs við útvegsmenn um framtíðarskipulag fiskveiðistjórnunar á Íslandi. Mikilvægt sé að festa komist á varðandi starfsskilyrði sjávarútvegsins í stað þeirrar óvissu sem nú ríki.

„Til að hámarka afrakstur þjóðarinnar af nýtingu fiskistofnanna verður að tryggja þá langtímahugsun sem hefur skilað íslenskum sjávarútvegi í fremstu röð. Það verður best gert með því að byggja stjórn fiskveiða áfram á aflamarkskerfinu,“ segir í ályktun fundarins.

Útvegsmenn gagnrýna einnig vinnubrögð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Þeir segja að vinnubrögðin séu ófagleg og ekki sé haft samráð við útgáfu reglugerða.   „Reglugerðir eru oft settar með of stuttum fyrirvara, óskýrar og án samráðs við þá sem þurfa að vinna eftir þeim. Vinnubrögðin valda  miklum kostnaði, óhagræði og í verstu tilvikum eru ákvæði reglugerðanna óframkvæmanleg.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka