Lilja og Atli segja sig úr VG

Steingrímur J. Sigfússon ávarpar landsfund VG á Akureyri undir kvöld.
Steingrímur J. Sigfússon ávarpar landsfund VG á Akureyri undir kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Lilja Móses­dótt­ir alþing­ismaður sagði á lands­fundi VG sem hald­inn er á Ak­ur­eyri, að hún ætlaði að segja sig úr flokkn­um og leiða nýtt stjórn­mála­afl sem berðist fyr­ir rétt­læti. Atli Gísla­son alþing­ismaður ætl­ar einnig að segja sig úr flokkn­um.

Lilja og Atli sögðu sig úr þing­flokki VG í fyrra­vet­ur vegna óánægju með fjár­laga­frum­varpið, áhersl­ur flokks­ins í Evr­ópu­mál­um, vinnu­brögð flokks­for­yst­unn­ar og vegna fleiri mála. Þau sögðu sig hins veg­ar ekki úr flokkn­um, en þau til­kynntu hins veg­ar á lands­fundi hans í kvöld að það ætluðu þau að gera.

„Ég var af­vega­leidd­ur og ég af­vega­leiddi kjós­end­ur í Suður­kjör­dæmi,“ sagði Atli Gísla­son á fund­in­um. Hann sagðist harma það og baðst af­sök­un­ar.

Lilja sagði flokk­inn hafa borið af leið í fjöl­mörg­um mál­um og tók til að mynda sem dæmi að rík­is­stjórn­in mis­munaði skuldug­um heim­il­um.

Frétt Smugunn­ar um lands­fund­inn

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert