Margar ungar konur missa bótarétt

Mótmælendur á Austurvelli mótmæltu miklu atvinnuleysi.
Mótmælendur á Austurvelli mótmæltu miklu atvinnuleysi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sam­tals missa 882 ein­stak­ling­ar bóta­rétt hjá At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði um næstu ára­mót vegna þess að þeir hafa verið at­vinnu­laus­ir í þrjú ár. Þar af eru 164 ung­ar kon­ur með börn á fram­færi. Þetta kem­ur fram í yf­ir­liti frá hag­deild ASÍ.

Rík­is­stjórn­in áform­ar að fram­lengja bóta­rétt í fjög­ur ár, en þó þannig að þrír mánuðir verði bóta­laus­ir eft­ir að fólk hef­ur verið þrjú ár á at­vinnu­leys­is­skrá. Tak­ist fólki ekki að fá vinnu kem­ur það í hlut sveit­ar­fé­lag­anna að sjá þeim fyr­ir fram­færslu í þessa þrjá mánuði. Sveit­ar­fé­lög­in hafa lýst and­stöðu við þessa til­lögu. Hall­dór Hall­dórs­son, formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, seg­ir að þetta kalli á auk­in út­gjöld sveit­ar­fé­laga, en út­gjöld þeirra vegna fjár­hagsaðstoðar hafa auk­ist mikið eft­ir hrun. Sveit­ar­fé­lög­in hafa óskað eft­ir fundi með vel­ferðarráðherra um þessa til­lögu og er fyr­ir­hugað að fund­ur­inn verði hald­inn í næstu viku.

Af þess­um 882 sem hafa verið án vinnu í þrjú ár eru 179 á aldr­in­um 16-29, 373 eru á aldr­in­um 30-49 ára og 330 eru eldri en 50 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert