Mörg heimili í vandræðum

mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Lífs­kjara­rann­sókn Hag­stofu Íslands 2011 sýn­ir að 10,2% heim­ila höfðu lent í van­skil­um með hús­næðislán eða leigu und­an­farna 12 mánuði og 12,4% heim­ila höfðu lent í van­skil­um með önn­ur lán á sama tíma­bili.

Yfir 50% áttu erfitt með að láta enda ná sam­an

Árið 2011 áttu 51,5% heim­ila erfitt með að ná end­um sam­an, 31,6% heim­ila töldu hús­næðis­kostnað þunga byrði og 15,2% heim­ila taldi greiðslu­byrði annarra lána en hús­næðislána/​leigu vera þunga. Tæp 40% heim­ila gátu ekki mætt óvænt­um út­gjöld­um að upp­hæð 160 þúsund með þeim leiðum sem þau venju­lega nýta til að standa und­ir út­gjöld­um.

Þegar heild­ar­mynd­in er skoðuð var fjár­hags­staða heim­il­anna held­ur verri árið 2011 en næstu ár á und­an. Helsta und­an­tekn­ing­in frá því er að greiðslu­byrði og van­skil annarra lána en hús­næðislána hef­ur minnkað frá ár­inu 2010.

Ein­stæðir for­eldr­ar standa verst

Þegar horft er til heim­il­is­gerðar kem­ur í ljós að ein­stæðir for­eldr­ar voru helst í fjár­hags­vand­ræðum árið 2011. Af ein­stæðum for­eldr­um höfðu 18,3% verið í van­skil­um með hús­næðislán eða leigu ein­hvern tíma und­an­farna 12 mánuði og 28% í van­skil­um með önn­ur lán. Rúm­lega þrír fjórðu ein­stæðra for­eldra, 78,4%, töldu erfitt að ná end­um sam­an og 67,5% gátu ekki mætt óvænt­um út­gjöld­um að upp­hæð 160 þúsund. Barn­laus heim­ili þar sem fleiri en einn full­orðinn búa stóðu best fjár­hags­lega.

Fólk á fer­tus­aldri á í mest­um erfiðleik­um líkt og und­an­far­in ár

Þegar horft er til meðal­ald­urs full­orðinna heim­il­is­manna eru heim­ili með meðal­ald­ur­inn 30–39 ára í mest­um erfiðleik­um eins og fyrri ár. Árið 2011 höfðu 14,1% slíkra heim­ila verið í van­skil­um með hús­næðislán eða leigu ein­hvern tíma síðastliðnu 12 mánuði og 39,5% töldu hús­næðis­kostnað þunga byrði. Tæp 20% höfðu verið í van­skil­um með önn­ur lán en hús­næðislán og 21,7% töldu greiðslu­byrði slíkra lána þunga.

Jafn­framt áttu heim­ili 30–39 ára erfiðast með að ná end­um sam­an en 59,4% þeirra töldu það erfitt. Heim­ili þar sem meðal­ald­ur full­orðinna var lægri en 30 ár eiga erfiðast með að mæta óvænt­um út­gjöld­um en 58,8% þeirra töldu það erfitt. Þar á eft­ir kem­ur hóp­ur­inn 30–39 ára. Al­mennt má segja að því hærri sem meðal­ald­ur full­orðinna ein­stak­linga er á heim­ili, því minni hætta er á fjár­hags­vanda, seg­ir í Hagtíðinum.

 

Hag­stofa Íslands hef­ur gefið út Hagtíðindi þar sem nán­ar er greint frá niður­stöðum um fjár­hags­stöðu heim­il­anna 2004 til 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert