Munum áfram nota krónu

Steingrímur J. Sigfússon ávarpar Landsfund VG á Akureyri undir kvöld.
Steingrímur J. Sigfússon ávarpar Landsfund VG á Akureyri undir kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Ekk­ert bend­ir til ann­ars en að krón­an verði gjald­miðill Íslands í fyr­ir­sjá­an­legri framtíð.“ Þetta sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra á lands­fundi VG, sem hófst á Ak­ur­eyri í dag.

„Sælu­ríki evr­unn­ar lít­ur nú ekki bein­lín­is vel út um þess­ar mund­ir og jafn­vel norska krón­an, sem ég hef stund­um verið grunaður um að daðra við, hefði nú reynst ís­lensk­um veru­leika stremb­in með sín­um ol­íustyrk und­an­far­in miss­eri. Á Íslandi erum við að ná utan um okk­ar vanda, alla­vega þann sem snýr beint að okk­ur sjálf­um, og höf­um lært þá lex­íu að við get­um til lengri tíma litið ekki eytt meiru en við öfl­um. Íslands­vin­ur­inn og nó­bels­verðlauna­haf­inn í hag­fræði, Paul Krugman, benti í gær á það á ráðstefnu hér á landi, að krón­an hefði hjálpað land­inu í gegn­um hrunið. Ég er sann­færður um að at­vinnu­leysi hér á landi hefði farið, a.m.k. tíma­bundið, í háa tveggja stafa pró­sentu­tölu, ef við hefðum ekki haft okk­ar eig­in gjald­miðil, úr því sem komið var.

Og er ekki reynsla sumra annarra þjóða að sýna að það er ná­kvæm­lega eins hægt að setja sig á haus­inn í evr­um og krón­um? Meira að segja mætti halda því fram að hið falska ör­yggi evr­unn­ar hafi leitt marg­ar þær þjóðir sem nú eru í vanda, ein­mitt í þær ógöng­ur sem þær eru í. Ekk­ert bend­ir til ann­ars en að krón­an verði gjald­miðill Íslands í fyr­ir­sjá­an­legri framtíð með þeim eina fyr­ir­vara að gjald­miðlamál heims­ins alls eru á hverf­anda hveli. Alla­vega er það ljóst að eng­in gjald­miðils- og pen­inga­stefna verður mótuð hér á landi, með aðild okk­ar vinstri grænna, öðru­vísi en að krón­an verði þar full­gild­ur val­kost­ur við aðrar hug­mynd­ir. Það er vissu­lega krefj­andi verk­efni að treysta þannig und­ir­stöður efna­hags­lífs og rík­is­fjár­mála að hægt sé að reka eig­in gjald­miðil.

En mis­tök fortíðar­inn­ar mega ekki berja úr okk­ur kjarkinn og eru eng­in sönn­un þess að það sé ekki hægt. Stefna Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs í Evr­ópu­mál­um er óbreytt, að hags­mun­um okk­ar sé bet­ur borgið utan Evr­ópu­sam­bands­ins en inn­an þess, og það gera aðrir flokk­ar, þar með talið vin­ir okk­ar og sam­starfsaðilar í Sam­fylk­ing­unni, rétt í að hafa í huga,“ sagði Stein­grím­ur.

Breyt­ing­ar á skatt­kerf­inu í sam­ræmi við stefnu VG

Stein­grím­ur sagði að rík­is­stjórn­in hefði orðið að tak­ast á við þann mikla halla á rík­is­sjóði sem varð eft­ir hrun. Ekki hefði verið hægt að kom­ast hjá því að hækka skatta til að stöðva tekju­fall rík­is­sjóðs. Ekki hefði verið hægt að reka vel­ferðar­kerfi á erfiðleika­tím­um, með aukn­um út­gjöld­um t.d. vegna at­vinnu­leys­is, á horfn­um góðær­is­tekj­um.

„Breyt­ing­ar okk­ar í skatta­mál­um hafa þó ekki aðeins miðað við að stöðva tekju­fallið, held­ur eru þær al­gjör­lega í sam­ræmi við póli­tíska stefnu­mót­un og til­lög­ur flokks­ins fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar 2009 og árin þar á und­an. Þær til­lög­ur miðuðust að því að ná fram meiri tekju­jöfnuði í gegn­um skatt­kerfið, inn­leiða græna skatta, svo sem kol­efn­is­gjald og skatt­leggja bíla­flot­ann miðað við kol­díoxíðslos­un, auka tekj­ur þjóðar­inn­ar af auðlind­um, hlífa venju­leg­um sparnaði fólks, en skatt­leggja mik­inn fjár­magns­gróða og stór­eign­ir. Allt þetta hef­ur tek­ist. Þeir sem hefðu fyr­ir því að bera sam­an skatt­kerfið í dag og stefnu VG frá umliðnum árum, kæm­ust að at­hygl­is­verðri niður­stöðu.

Grein­ing á áhrif­um skatt­kerf­is­breyt­ing­anna leiðir í ljós að veru­leg­ur til­flutn­ing­ur á skatt­byrði hef­ur átt sér stað, frá fólki með lægri tekj­ur, yfir á há­tekju­fólk og stór­eigna­fólk. Helm­ing­ur hjóna, ca. 31.000 hjón, greiða nú lægra hlut­fall af tekj­um sín­um í tekju­skatt og út­svar, þ.m.t. fjár­magn­s­tekju­skatt, á ár­inu 2010 en þau gerðu árið 2008. Kannski er það þess vegna sem formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins tal­ar um að nauðsyn­legt sé að af­nema all­ar skatt­kerf­is­breyt­ing­ar nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar. Svo að hægt sé að viðhalda ójöfnuðinum í sam­fé­lag­inu?“ sagði Stein­grím­ur.

Ræða Stein­gríms

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert