Neikvæð viðbrögð vegna ábendingar

Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík. Gunnar Svanberg Skulason

Ábend­ing Sól­eyj­ar Tóm­as­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Vinstri grænna, um kynja­hlut­föll fyr­ir­les­ara á ráðstefnu stjórn­valda og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins um efna­hagskrepp­una hafa vakið hörð viðbrögð. Í at­huga­semd­um, sem skrifaðar eru við frétt­ina á ýms­um net­miðlum, eru afar óviðeig­andi um­mæli um per­sónu og störf Sól­eyj­ar vegna þess­ar­ar ábend­ing­ar henn­ar.

„Það virðist vera ákveðinn hóp­ur sem lít­ur á það sem sér­stak­ar öfg­ar eða óhóf­leg­ar kröf­ur að sjón­ar­mið beggja kynja komi fram þar sem ráðum er ráðið. Það sem mér sýn­ist á þess­um um­mæl­um er að þetta sé sú klass­íska aðferð að út­mála per­són­una, frek­ar en það sem hún seg­ir,“ seg­ir Sól­ey.

Marg­ar af at­huga­semd­un­um fela í sér að engu máli skipti af hvoru kyn­inu fólk sé, held­ur hafi ein­fald­lega verið kallaðir til fær­ustu sér­fræðing­ar á sínu sviði og að svo hafi viljað til að all­ir hafi verið karl­ar.

„Hver skil­grein­ir það hverj­ir eru helstu sér­fræðing­ar heims?“ spyr Sól­ey. „Það er fullt af hæf­um körl­um og kon­um á öll­um sviðum og ef okk­ur finnst skipta máli að hafa bæði karla og kon­ur, þá ger­um við það.“

Sól­ey seg­ir að þetta hafi áhrif á efnis­tök­in. „Mér finnst sér­stakt að ekk­ert var fjallað um kynjaða hag­stjórn. Ráðinn hef­ur verið sér­fræðing­ur og það á að inn­leiða hana. Ef ég nefni annað dæmi, þá er það kyn­bundið of­beldi. Það hef­ur stór­auk­ist frá kreppu og er rán­dýrt fyr­ir sam­fé­lagið. Ætlum við ekk­ert að skoða það?“

Sól­ey seg­ist hafa heyrt frá sam­starfs­fólki sínu inn­an Vinstri grænna að fyr­ir­komu­lag ráðstefn­unn­ar hafi verið gagn­rýnt vegna ójafns kynja­hlut­falls. „Það var farið fram á að þetta yrði leiðrétt, en það var ekki gert.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert