Rækjan tók húsið af bílnum

Rækjufarmurinn skall á húsinu og svipti því af bílnum.
Rækjufarmurinn skall á húsinu og svipti því af bílnum. Ljósmynd/Pétur Arnarsson

„Það má segja að ég hafi bara horfst í auga við ljós­in á bíln­um mín­um,“ seg­ir Krist­mund­ur Ingimars­son bíl­stjóri sem fékk um 26 tonna rækjufarmi í bakið á sér þegar hann snar­stoppaði í Bitruf­irði á miðviku­dags­kvöld. Hann slapp ómeidd­ur.

Krist­mund­ur var að flytja rækju frá Sauðár­króki til Hólma­vík­ur seint á miðviku­dags­kvöld. Skyndi­lega stökk kind yfir veg­inn og reyndi Krist­mund­ur að forðast að keyra á hana með því að hemla. Við það skall rækjufarm­ur­inn á bíl­stjóra­hús­inu og tók það af bíln­um. Krist­mund­ur hékk því í bíl­belt­um og horfði fram­an í ljós­in á bíln­um. Óhappið varð í brekku sem get­ur hafa átt þátt í að farm­ur­inn fór af stað.

Krist­mund­ur viður­kenndi að hann væri dá­lítið lerkaður eft­ir slysið, en ekki slasaður. Hann seg­ist hafa lent í ýmsu um æv­ina en þetta hafi verið óvænt. Hann seg­ir að þeir sem hafi verið lengi í þess­um bransa segi að þetta eigi ekki að geta gerst. Eft­ir sé að rann­saka bíl­inn.

Bíll­inn, sem er ný­leg­ur, er stór­skemmd­ur og því er um millj­óna­tjón að ræða.

Björg­un­ar­sveit­in Hún­ar var kölluð út rétt fyr­ir miðnætti til að bjarga farm­in­um. Björg­un­ar­sveit­ar­menn höfðu snör hand­tök og gekk verk­efnið vel miðað við aðstæður en Hún­ar voru að alla nótt­ina og fram und­ir há­degi dag­inn eft­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert