Rjúpnaskyttur í vandræðum

Björgunarsveitarmenn eru á leið til mannanna.
Björgunarsveitarmenn eru á leið til mannanna. mbl.is/Ernir

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Heiðar og Brák úr Borgarfirði eru nú á leið að Vikravatni til að aðstoða tvær rjúpnaskyttur sem þar eru í vandræðum.

Skytturnar höfðu samband við Neyðarlínu og óskuðu eftir aðstoð en þær voru ekki vissar um staðsetningu sína. Þegar björgunarmenn náðu sambandi við skytturnar kom í ljós að gps-tæki var með í för svo hægt var að fá nokkuð nákvæma staðsetningu en júpnaskytturnar treystu sér ekki til að fara eftir tækinu til byggða auk þess sem orka var ekki til staða fyrir meiri göngu.

Eins og fyrr sagði eru björgunarsveitir nú á leið til þeirra og ef allt fer að óskum ættu þær að ná til þeirra fyrir miðnætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert