Þarf tvær fyrirvinnur

Einstæðir foreldrar standa illa.
Einstæðir foreldrar standa illa. Rax / Ragnar Axelsson

Lára Björns­dótt­ir formaður Vel­ferðar­vakt­ar­inn­ar seg­ir niður­stöður lífs­kjara­rann­sókn­ar Hag­stofu Íslands 2011 vera birt­ing­ar­form krepp­urn­ar og sér fyr­ir sér að töl­urn­ar eigi bara eft­ir að hækka á næstu árum.

„Kreppa er eins og flóðbylgja sem eft­ir­bylgj­ur fylgja lengi á eft­ir. Auðvitað geta aðgerðir bjargað þessu. Ef rík­is­stjórn­in myndi ákveða mynd­ar­lega að fara inn í aðstæður þess­ara fjöl­skyldna sem standa verst og ef að þess­ar aðgerðir sem hafa verið sett­ar af stað myndu virka yrði þetta til skemmri tíma. En ég ótt­ast að þess­ar töl­ur muni ekki lækka fyrr en eft­ir ein­hver ár."

Töl­urn­ar koma ekki á óvart

Vel­ferðar­vakt­in hef­ur tekið sam­an í ein­um fé­lags­vísi sín­um hlut­fall þeirra sem eiga erfitt með að ná end­um sam­an sam­kvæmt lífs­kjara­rann­sókn­um Hag­stof­unn­ar. „Árið 2004 vor­um við að koma út úr síðustu kreppu sem var ekki eins djúp og þessi en þá voru 46,2% sem sögðust eiga erfitt með að ná end­um sam­an.

Næsta ár á eft­ir voru þeir 36,8 %. 2006 voru þeir 34,8%, í góðær­inu 2007 fór tal­an niður í 28,4% og árið 2008 var hún í 30%. Árið 2009 eru þeir komn­ir upp í 39%, 49,3% í fyrra og svo nú eru þeir 51,5% sem segj­ast eiga erfitt með að ná end­um sam­an," tel­ur Lára upp og bæt­ir við að þess­ar töl­ur komi henni ekki sér­stak­lega á óvart.

„Það er hækk­andi verðlag og verðbólg­an þýðir það að öll verðtryggðu lán­in hækka svo róður­inn verður þyngri fyr­ir fólk. Þetta er auðvitað mat ein­stak­linga á eig­in fjár­hags­stöðu. Það er líka ekki al­veg sam­bæri­legt með tekj­ur og að ná end­um sam­an. Það eru marg­ir með mjög góðar tekj­ur sem eru bún­ir að skuld­setja sig rosa­lega og eiga því erfitt með að láta enda ná sam­an. Það eru allskon­ar aðstæður sem er ekki farið of­aní þarna," seg­ir Lára.

Mest­ar áhyggj­ur af barna­fólki

Sam­kvæmt nor­ræna vel­ferðarmód­el­inu þarf tvær fyr­ir­vinn­ur að sögn Láru. „Töl­urn­ar með ein­stæðu for­eldr­ana koma ekki á óvart. Í okk­ar síðustu til­lög­um til stjórn­valda var efst á blaði að bregðast við þess­um mikla fjár­hags­vanda sem fá­tæk­ar barna­fjöl­skyld­ur, einkum ein­stæðir for­eldr­ar, búa við. Þess vegna þarf stuðning við ein­stæða for­eldra og lág­tekju­fjöl­skyld­ur þar sem bara annað for­eldrið get­ur unnið eða slíkt. Það sem við hjá Vel­ferðar­vakt­inni höf­um mest­ar áhyggj­ur af eru barna­fólkið og við höf­um lagt mikla áherslu á að gæta barn­anna."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert