Tvö skip dýpka höfnina

Herjólfur athafnar sig í Landeyjahöfn.
Herjólfur athafnar sig í Landeyjahöfn. mbl.is/GSH

„Þetta hef­ur gengið vel. Aðstæður í Land­eyja­höfn eru nokkuð góðar núna. Þar er ágætt dýpi og það er verið að dýpka,“ seg­ir Ívar Gunn­laugs­son, skip­stjóri á Herjólfi, en sigl­ing­ar í höfn­ina hafa gengið vel alla þessa viku. Dýpk­un­ar­skip­in Skandia og Perla hafa bæði verið að dýpka höfn­ina síðustu daga.

Herjólf­ur byrjaði að sigla í Land­eyja­höfn á ný á laug­ar­dag­inn. Dag­ana áður hafði Skandia unnið að dýpk­un hafn­ar­inn­ar. Perl­an var til aðstoðar í nokkra daga, en hætti dýpk­un á miðviku­dag­inn.

Þegar Ívar er spurður hvort hann sé bjart­sýnn á að hægt verði að nota höfn­ina í vet­ur seg­ir hann að það fari eft­ir veðri. Erfitt sé að sigla inn í höfn­ina í vond­um veðrum þegar öldu­hæð sé mik­il.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert