Á leið úr landi með mikið magn þýfis

Norræna við bryggju á Seyðisfirði.
Norræna við bryggju á Seyðisfirði. mbl.is

Tollgæslan og lögreglan á Seyðisfirði fundu mikið magn ætlaðs þýfis í tveimur bílum við brottför Norrænu í vikunni. Ítarleg leit fór fram í bílunum en þeim var ekið af tveimur Litháum á miðjum aldri sem hafa dvalið hér á landi um nokkur skeið við ýmiss konar verkamannavinnu.

Margskonar varningur fannst í bílunum, m.a. fatnaður, snyrtivörur, mótorhjól í pörtum og mikið magn af lýsispillum. Talið er að varningurinn sé að langstærstum hluta þýfi úr verslunum hér á landi.

Greint er nánar frá málinu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka