Alcoa vill stækka á Reyðarfirði

Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.
Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Ljósmynd/Emil Þór

Alcoa á Reyðarf­irði hef­ur hug á að stækka ál­verk­smiðju sína á Reyðarf­irði og auka þannig fram­leiðsluna um 40 þúsund tonn á ári. Þetta staðfesti Tóm­as Sig­urðsson, for­stjóri Alcoa á Íslandi, í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær.

Tóm­as sagði að til þess að af stækk­un­inni gæti orðið þyrfti fyr­ir­tækið á um 40 mega­vött­um að halda í auk­inni raf­orku. „Við eig­um í samn­ingaviðræðum við Lands­virkj­un um mögu­leika á því að kaupa meiri raf­orku af þeim,“ sagði Tóm­as.

Í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Tóm­as, að ef af yrði myndi Alcoa fjár­festa fyr­ir á milli 20 og 25 millj­arða króna í verk­efn­inu. „Það fengju svona 150 til 200 manns at­vinnu á fram­kvæmda­tím­an­um, en þetta er jú sagt án allr­ar ábyrgðar, því hér er um gróft mat að ræða,“ sagði Tóm­as.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert