Skerða rétt um 6%

Stapi lífeyrissjóður.
Stapi lífeyrissjóður.

Líf­eyr­is­sjóður­inn Stapi skerti áunn­in líf­eyr­is­rétt­indi og líf­eyr­is­greiðslur til sjóðfé­laga sinna um 6% frá og með 1. sept­em­ber. Þetta er í fyrsta sinn sem gripið er til þess ráðs að skerða rétt­indi sjóðfé­laga.

Kári Arn­ór Kára­son, fram­kvæmda­stjóri Líf­eyr­is­sjóðsins Stapa, seg­ir að í vor hafi heild­ar­skuld­bind­ing­ar líf­eyr­is­sjóðsins verið 11,7% hærri en eign­ir. Með 6% lækk­un verða heild­ar­skuld­bind­ing­ar líf­eyr­is­sjóðsins nei­kvæðar sem nem­ur 5,3%.

Kári seg­ir sjóðinn hafa kom­ist bæri­lega í gegn­um hrunið án þess að tapa neinu af höfuðstóln­um. Ávöxt­un hafi hins veg­ar ekki verið nægi­lega há til að standa und­ir hækk­un­um áunn­inna rétt­inda vegna verðbólgu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert