Skerða rétt um 6%

Stapi lífeyrissjóður.
Stapi lífeyrissjóður.

Lífeyrissjóðurinn Stapi skerti áunnin lífeyrisréttindi og lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga sinna um 6% frá og með 1. september. Þetta er í fyrsta sinn sem gripið er til þess ráðs að skerða réttindi sjóðfélaga.

Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Stapa, segir að í vor hafi heildarskuldbindingar lífeyrissjóðsins verið 11,7% hærri en eignir. Með 6% lækkun verða heildarskuldbindingar lífeyrissjóðsins neikvæðar sem nemur 5,3%.

Kári segir sjóðinn hafa komist bærilega í gegnum hrunið án þess að tapa neinu af höfuðstólnum. Ávöxtun hafi hins vegar ekki verið nægilega há til að standa undir hækkunum áunninna réttinda vegna verðbólgu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert