Steingrímur endurkjörinn formaður

Steingrímur J. Sigfússon ávarpar Landsfund VG á Akureyri í gærkvöld.
Steingrímur J. Sigfússon ávarpar Landsfund VG á Akureyri í gærkvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Steingrímur J. Sigfússon var endurkjörinn með yfirgnæfandi meirhluta atkvæða sem formaður Vinstri grænna á sjöunda landsflundi flokksins á Akureyri nú í hádeginu. Steingrímur hlaut yfir 70% greiddra atkvæða.

Steingrímur hefur verið formaður Vinstri hreyfingarinnar frá stofnun hennar árið 1999. Í kosningunum í dag greiddu alls 208 manns en 10 atkvæði voru auð. Steingrímur hlaut alls 152 atkvæði eða 73% gildra atkvæða. Margrét Pétursdóttir hlaut 31 atkvæði eða 15% og Þorvaldur Þorvaldsson hlaut 15 atkvæði eða 7%.

Í önnur helstu embætti bárust aðeins eitt framboð og var Katrín Jakobsdóttir sjálfkjörin sem varaformaður flokksins, Sóley Tómasdóttir sem ritari og Hildur Traustadóttir sem gjaldkeri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert