Steingrímur J. Sigfússon var endurkjörinn með yfirgnæfandi meirhluta atkvæða sem formaður Vinstri grænna á sjöunda landsflundi flokksins á Akureyri nú í hádeginu. Steingrímur hlaut yfir 70% greiddra atkvæða.
Steingrímur hefur verið formaður Vinstri hreyfingarinnar frá stofnun hennar árið 1999. Í kosningunum í dag greiddu alls 208 manns en 10 atkvæði voru auð. Steingrímur hlaut alls 152 atkvæði eða 73% gildra atkvæða. Margrét Pétursdóttir hlaut 31 atkvæði eða 15% og Þorvaldur Þorvaldsson hlaut 15 atkvæði eða 7%.
Í önnur helstu embætti bárust aðeins eitt framboð og var Katrín Jakobsdóttir sjálfkjörin sem varaformaður flokksins, Sóley Tómasdóttir sem ritari og Hildur Traustadóttir sem gjaldkeri.