Tvö í framboð gegn Steingrími

Steingrímur J. Sigfússon ávarpar Landsfund VG á Akureyri í gærkvöldi.
Steingrímur J. Sigfússon ávarpar Landsfund VG á Akureyri í gærkvöldi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Tvö mótframboð hafa borist gegn Steingrími J. Sigfússyni, sitjandi formanni Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, á Landsfundi flokksins. Þau Þorvaldur Þorvaldsson og Margrét Pétursdóttir tilkynntu um framboð sitt í dag en kosningar fara fram nú upp úr hádegi.

Steingrímur hefur verið formaður Vinstri hreyfingarinnar frá stofnun hennar 1999. Auk formanns verður kjörið í sæti varaformanns, ritara, gjaldkera og annarra stjórnarmanna flokksins í dag. Að sögn Elíasar Jóns Guðjónssonar upplýsingafulltrúa VG er ekki lokað fyrir framboð í þau embætti fyrr en formannskosningu er lokið svo þeir sem ekki hljóta kjör þar hafi færi á að bjóða sig fram í önnur embætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka