Vill lýðræði í atvinnulífið

Lilja Mósesdóttir.
Lilja Mósesdóttir. mbl.is/Ómar

Lilja Mósesdóttir er að kanna möguleika á stofnun nýs stjórnmálaafls þar sem lögð verður áhersla á að byggja upp velferðarsamfélag fyrir íslenskan almenning sem getur keppt við norðurlöndin þegar kemur að grunnþjónustu velferðakerfisins og réttlátri endurreisn hagkerfisins.

Eins og skýrt hefur verið frá í frétt mbl í dag sagði Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason sig úr VG í dag vegna óánægju.

„Ég vildi ekki stofna eða standa að stofnun nýs stjórnmálaafls meðan ég var í VG en það hafa margir komið að máli við mig eftir að ég sagði mig úr þingflokknum og svo aftur núna þegar ég hætti í flokknum.“

Að sögn Lilju verður erfitt að byggja upp öflugt velferðarkerfi meðan ríkissjóður er að kljást við miklar skuldir en að hennar mati þarf að leita í nýja skattstofna sem hafa myndast frá hruni.

„Rík þjóð eins og Ísland á að hafa efni á góðu velferðarkerfi og þetta snýst um að ná í skattstofna sem hafa orðið til eftir hrun og þá á ég við ofurhagnað útflutningsfyrirtækja sem hefur skapast vegna veikrar krónu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert