Vill lýðræði í atvinnulífið

Lilja Mósesdóttir.
Lilja Mósesdóttir. mbl.is/Ómar

Lilja Móses­dótt­ir er að kanna mögu­leika á stofn­un nýs stjórn­mála­afls þar sem lögð verður áhersla á að byggja upp vel­ferðarsam­fé­lag fyr­ir ís­lensk­an al­menn­ing sem get­ur keppt við norður­lönd­in þegar kem­ur að grunnþjón­ustu vel­ferðakerf­is­ins og rétt­látri end­ur­reisn hag­kerf­is­ins.

Eins og skýrt hef­ur verið frá í frétt mbl í dag sagði Lilja Móses­dótt­ir og Atli Gísla­son sig úr VG í dag vegna óánægju.

„Ég vildi ekki stofna eða standa að stofn­un nýs stjórn­mála­afls meðan ég var í VG en það hafa marg­ir komið að máli við mig eft­ir að ég sagði mig úr þing­flokkn­um og svo aft­ur núna þegar ég hætti í flokkn­um.“

Að sögn Lilju verður erfitt að byggja upp öfl­ugt vel­ferðar­kerfi meðan rík­is­sjóður er að kljást við mikl­ar skuld­ir en að henn­ar mati þarf að leita í nýja skatt­stofna sem hafa mynd­ast frá hruni.

„Rík þjóð eins og Ísland á að hafa efni á góðu vel­ferðar­kerfi og þetta snýst um að ná í skatt­stofna sem hafa orðið til eft­ir hrun og þá á ég við of­ur­hagnað út­flutn­ings­fyr­ir­tækja sem hef­ur skap­ast vegna veikr­ar krónu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert