Ályktun um utanríkismál samþykkt

Steingrímur J. Sigfússon og Álfheiður Ingadóttir á landsfundi VG á …
Steingrímur J. Sigfússon og Álfheiður Ingadóttir á landsfundi VG á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Samþykkt var á lands­fundi VG, með þorra at­kvæða, til­laga um aðild­ar­viðræður við ESB sem greint var frá í frétt á mbl.is fyrr í dag. Þar er ít­rekuð andstaða við aðild að ESB og jafn­framt fagnað að efnt skuli til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðild Íslands að Nató.

Í álykt­un­inni, um aðild­ar­viðræður við ESB, var áréttað að flokk­ur­inn telji sem fyrr að hags­mun­um Íslands sé best borgið utan ESB. Í álykt­un­inni er m.a. nefnt að „í yf­ir­stand­andi aðild­ar­viðræðum beri að hafna því að Ísland af­sali sér for­ræði og yf­ir­stjórn sjáv­ar­auðlinda inn­an ís­lenskr­ar efna­hagslög­sögu,“ og lögð er áhersla á að Ísland haldi samn­ings­rétti vegna deili­stofna á Íslands­miðum, og hið sama eigi við um um­fang á stuðningi við ís­lensk­an land­búnað svo og um nátt­úru­auðlind­ir sem fyr­ir­hugað sé að lýsa þjóðar­eign í nýrri stjórn­ar­skrá.

Enn­frem­ur sagði: „Lands­fund­ur­inn bend­ir á þá miklu skerðingu lýðræðis sem felst í ESB-aðild ásamt full­veldisafsali á fjöl­mörg­um sviðum. Þróun inn­an ESB að und­an­förnu, nú síðast vegna átaka um framtíð evru-sam­starfs­ins, stefn­ir í átt að enn frek­ari samruna með hertri miðstýr­ingu. Með Lissa­bon-sátt­mál­an­um er einnig kom­inn vís­ir að sam­starfi um ut­an­rík­is- og hernaðar­mál­efni. Jafn­framt eiga fé­lags­leg sjón­ar­mið, um­hverf­is­vernd, fæðu- og mat­væla­ör­yggi og rétt­indi launa­fólks und­ir högg að sækja inn­an sam­bands­ins. Þá mun VG tryggja að ís­lenskt stjórn­kerfi verði ekki aðlagað stjórn­kerfi ESB á meðan á aðild­ar­viðræðum stend­ur.“

Í álykt­unni sagði einnig: „Lands­fund­ur­inn tel­ur það vera eitt af for­gangs­verk­efn­um VG, flokksein­inga og þing­flokks, að herða róður­inn við að upp­lýsa þjóðina um eðli og af­leiðing­ar ESB-aðild­ar.“

Jafn­framt var samþykkt­ur kafli um Nató sem greint var frá á mbl.is fyrr í dag - nafni hans var reynd­ar breytt úr „Álykt­un um Nató“ í „Ísland úr Nató“ en þar er þeirri til­lögu fagnað sem komið hef­ur fram á Alþingi að efnt skuli til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðild Íslands að Nató.

Þá var í ut­an­rík­is­málakafl­an­um samþykkt­ur kafli þar sem fagnað var fram­kom­inni þings­álykt­un­ar­til­lögu rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að Palestína verði viður­kennt sem sjálf­stætt og full­valda ríki inn­an landa­mær­anna frá því fyr­ir sex­daga­stríðið 1967.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka