ESA krafðist skýringa frá Flugmálastjórn

Flugmálastjórn minnir á að aðeins megi nota vottaða varahluti.
Flugmálastjórn minnir á að aðeins megi nota vottaða varahluti. mbl.is/Árni Sæberg

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) hef­ur krafið Flug­mála­stjórn skýr­inga á því hvers vegna stofn­un­in hafi veitt und­anþágur frá regl­um Flu­gör­ygg­is­stofn­un­ar Evr­ópu. Flug­mála­stjórn gagn­rýn­ir að notaðir hafi verið vara­hlut­ir í mótor­svifflugu sem ekki voru vottaðir.

Eft­ir­lits­menn Flug­mála­stjórn­ar skoðuðu ný­lega eina mótor­svifflugu Svifflug­fé­lags Íslands. Af því til­efni voru gerðar nokkr­ar at­huga­semd­ir m.a. um að nota þurfi vottaða vara­hluti og að gögn þurfi að vera til staðar sem sýna fram á að notaðar séu viður­kennd­ar aðferðir við breyt­ing­ar og viðhald.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Flug­mála­stjórn Íslands seg­ir að þetta séu grund­vall­ar­atriði sem öll­um sem stunda flug og þekkja regl­ur um flu­gör­yggi eigi að vera ljós. „Sé þess­um kröf­um ekki fylgt leiðir það til þess að svifflug­vél­in er óloft­hæf og úr verður að bæta áður en henni er flogið aft­ur. Slíkt hef­ur verið í lög­um og regl­um í ára­tugi. Það hef­ur komið Flug­mála­stjórn á óvart að for­svarsmaður Svifflug­fé­lags Íslands dragi þess­ar kröf­ur í efa en loft­för fé­lags­ins hafa m.a. verið notuð við flug­kennslu.

Hvað varðar regl­ur um viðhalds­stjórn­un sem koma frá Flu­gör­ygg­is­stofn­un Evr­ópu og hafa tekið gildi hér­lend­is þá hef­ur Flug­mála­stjórn veitt alla þá fresti og und­anþágur sem mögu­legt er til að gera þeim sem stunda einka­flug kleift að aðlaga sig að regl­un­um. Stofn­un­in hef­ur gengið svo langt hvað varðar til­tekn­ar und­anþágur að Eft­ir­lits­stofn­un EFTA hef­ur krafið stofn­un­ina skýr­inga á því hvers vegna slíkt var gert,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert