Gjaldtaka dregur úr arðbærni

Ólína Þórðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sagði í vik­unni að rík­is­sjóður yrði af 9 millj­örðum króna á ári á meðan ekki væri tekið gjald fyr­ir mak­ríl­veiðar á Íslands­miðum. Sam­kvæmt frétt Rík­is­út­varps­ins tel­ur Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, ekki úti­lokað að lög­gjöf­inni verði breytt til þess að heim­ila gjald­töku.

Ein­ar K. Guðfinns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tel­ur bestu leiðina til að ná ávinn­ingn­um af veiðunum til ís­lensku þjóðar­inn­ar vera fólgna í því að hér séu stundaðar arðbær­ar veiðar.

„Bein gjald­taka af mak­ríl­veiðum er ekki lík­leg­ust til þess að veiðarn­ar verði arðbær­ar. Það er mín skoðun að þeir sem stunda veiðar eigi að greiða hóf­legt gjald til rík­is­ins,“ seg­ir Ein­ar

Hann bend­ir á að eft­ir því sem gjald­tak­an er hærri í sjáv­ar­út­vegi þeim mun erfiðari verði rekst­ur­inn fyr­ir minni út­gerðir og ein­stak­lingsút­gerðir.

„Ég vara við því að menn gangi gróf­lega að út­gerðinni fyr­ir aðgangs­rétt­inn. Mér finnst eðli­legra að við setj­um upp sam­ræmda gjald­töku fyr­ir aðgangs­rétt­inn að ís­lensku fisk­veiðiauðlind­inni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert