Mannorðsmorð daglegt brauð

Hallgrímskirkja.
Hallgrímskirkja. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Karl Sig­ur­björns­son, bisk­up Íslands, sagði í pré­dik­un í Hall­gríms­kirkju í dag, að ærumeiðing­ar og mann­orðsmorð væru dag­legt brauð í op­in­berri orðræðu fjöl­miðla og í blogg­heima á Íslandi.

„Þetta er al­var­legt sam­fé­lags­mein og ógn­un við grund­völl heil­brigðs þjóðfé­lags. Af hverju þarf þetta að vera svona? Við erum í sorg, þessi þjóð. Þessi þjóð sem fyr­ir nokkr­um árum tald­ist ein sú ham­ingju­sam­asta í heimi. Banka­hrunið og meðfylgj­andi þreng­ing­ar heim­ila og fjöl­skyldna, von­leysið og nei­kvæðnin hafa lagst svo þungt á þjóðina. Leit­in að söku­dólg­um og blóra­böggl­um tek­ur á og reiðin spýt­ir galli sínu um þjóðarlík­amann. En hún mun engu skila. Þar er ekki sann­leik­ann að finna, lausn­irn­ar, og framtíðina," sagði Karl.

Hann sagði að eng­ar hag­töl­ur hugguðu í sorg, hvað þá hatrið og hefnd­in, held­ur hin and­legu verðmæti, and­legu viðmið sem beindu sjón­um og anda til birt­unn­ar.

Karl flutti pré­dik­un­ina í hátíðarmessu, sem hald­in var í til­efni af 25 ára vígslu­af­mæli Hall­gríms­kirkju. Hann fjallaði um sann­leik­ann og sagði m.a. að sigurafl sann­leik­ans gæti bognað og bælst en aldrei brotnað.

Upp­taka RÚV á mess­unni í Hall­gríms­kirkju

Karl Sigurbjörnsson.
Karl Sig­ur­björns­son. mbl.is/Ó​mar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert