Rafmagn komið á í Hafnarfirði

Hafnfirðingar fá rafmagn frá HS Orku.
Hafnfirðingar fá rafmagn frá HS Orku. mbl.is/Ómar Óskarsson

Starfsmenn HS-orku náðu að ljúka bráðabirgðaviðgerð í Hafnarfirði um kl. 22 í kvöld. Um fjórðungur bæjarins varð rafmagnslaus vegna bilunar í háspennustreng.

Strengurinn er enn bilaður en gert verður við hann á morgun. Rafmagn fer núna eftir varaleiðum. Rafmagn var komið á til þeirra sem voru rafmagnslausir í áföngum og um kl. 22 voru allir komnir með rafmagn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert