Sigurður Daði sigraði

Sigurður Daði Sigfússon skákmaður í þungum þönkum.
Sigurður Daði Sigfússon skákmaður í þungum þönkum. mbl.is/Hafþór

Sig­urður Daði Sig­fús­son vann sig­ur á Fram­sýn­ar­mót­inu í skák sem fram fór á Húsa­vík um helg­ina. Mót­inu lauk í dag en það eru Skák­fé­lagið Goðinn í Þing­eyj­ar­sýslu og stétt­ar­fé­lagið Fram­sýn sem standa að þessu móti.

Alls tóku átján skák­menn þátt í ár og sem fyrr seg­ir varð Sig­urður Daði efst­ur á mót­inu. Hann fékk 6,5 vinn­inga af 7 mögu­leg­um en Sig­urður Daði leiddi mótið frá upp­hafi. Ein­ar Hjalti Jens­son varð í öðru sæti með 6 vinn­inga og Smári Sig­urðsson varð í 3. sæti með 4,5 vinn­inga. Ung­ur og efni­leg­ur skák­maður frá Ak­ur­eyri,Jón Krist­inn Þor­geirs­son, varð í 4. sæti með 4,5 vinn­inga, en aðeins lægri á stig­um held­ur en Smári. Jón Krist­inn varð efst­ur ut­an­fé­lags­manna og fékk eign­ar­bik­ar að laun­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert