Fastur á Þröskuldum

Björgunarsveitarmenn eru á leið á Þroskulda til að aðstoða ferðamann …
Björgunarsveitarmenn eru á leið á Þroskulda til að aðstoða ferðamann sem festi bíl sinn þar. Myndin er úr myndasafni. Þorkell Þorkelsson

Björg­un­ar­sveit hef­ur verið kölluð út til að sækja öku­mann sem festi bíl sinn á veg­in­um yfir Þrösk­ulda nú í morg­un. Veg­ur­inn hef­ur verið lokaður vegna ófærðar og óveðurs frá því í gær.

Maður­inn var á leið að sunn­an þegar hann festi bíl sinn, að sögn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum. Ekk­ert mun ama að mann­in­um annað en að hann kemst ekki leiðar sinn­ar. Hann mun hafa óskað aðstoðar nú í morg­uns­árið.

Lög­regl­an sagði að Vega­gerðin ætlaði ekki að skoða strax með að opna veg­inn vegna þess hve veðrið sé vont á Þrösk­uld­um. Sam­kvæmt sjál­virkri veður­stöð er þar um 17 m/​s vind­hraði af norðnorðaustri og yfir 20 m/​s vind­hviður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert