Hart var deilt á landsfundi Vinstri grænna um orðalag ályktunar um niðurskurð í heilbrigðismálum.
Í umfjöllun um fundinn í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins og fjármálaráðherra, sagði fjárlagafrumvarpið í uppnámi ef ályktað yrði í þá veru að ekki yrðu skorin niður þau 1,5% sem boðuð eru á næsta ári.
Formaðurinn stóð uppi sigurvegari en tveir ráðherrar greiddu atkvæði með annarri ályktun en Steingrímur.