Hugmyndum Betri Reykjavíkur vísað áfram

Fleiri greiðslumátar í strætó er ein hugmyndanna sem vísað hefur …
Fleiri greiðslumátar í strætó er ein hugmyndanna sem vísað hefur verið til Reykjavíkurborgar af vefnum Betri Reykjavík. Eggert Jóhannesson

Fjöl­breytt­ari greiðslu­mát­ar í strætó og bætt mann­rétt­indi útigangs­fólks eru tvær hug­mynd­ir af þeim sex­tán af sam­ráðsvefn­um „Betri Reykja­vík“ sem nú hafa verið send­ar til fagráða Reykja­vík­ur­borg­ar. Er þetta í fyrsta sinn sem hug­mynd­ir af vefn­um eru send­ar til borg­ar­inn­ar.

Yfir 10.000 ein­stak­ling­ar hafa heim­sótt vef­inn „Betri Reykja­vík“ og lagt fram yfir 200 hug­mynd­ir frá því að sam­ráðsvef­ur­inn var opnaður 19. októ­ber sl. Sex­tán hug­mynd­ir af sam­ráðsvefn­um hafa nú verið send­ar til form­legr­ar meðferðar viðkom­andi fagráða hjá Reykja­vík­ur­borg. Fagsvið borg­ar­inn­ar munu síðan fjalla um hug­mynd­irn­ar og ferli þeirra verður sýni­legt á vefn­um.

Þetta er í fyrsta sinn sem hug­mynd­ir eru tekn­ar af vefn­um en það verður gert mánaðarlega héðan í frá. Meðal hug­mynda sem komið hafa fram og fengið hafa flest at­kvæði er meðal ann­ars fleiri greiðslu­mát­ar í strætó, aðstaða fyr­ir unga veggl­ista­menn og bætt mann­rétt­indi útigangs­fólks og fíkla.

Hér má sjá lista yfir þær hug­mynd­ir sem hafa verið send­ar til borg­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert